mið 02.des 2020
[email protected]
Daníel Snorri snýr heim í Hauka (Staðfest)
 |
Úr leik með Haukum í fyrra. |
Haukamaðurinn Daníel Snorri Guðlaugsson er snúinn heim á Ásvelli eftir veru í Ólafsvík á liðnu tímabili.
Daníel er 25 ára gamall og lék þrettán leiki með Víkingi Ó. í Lengjudeildinni í sumar.
Haukar enduðu í 5. sæti 2. deildar í sumar. Fyrstu keppnisleikir Daníels í meistaraflokki lék hann tímabilið 2014.
Daníel hefur leikið 119 deildar- og bikarleiki á ferli sínum til þessa og skorað í þeim sex mörk.
|