mið 02.des 2020
[email protected]
Sjáðu markið: Matti Villa skallaði boltann inn á Viðar sem kláraði vel
 |
Viðar á Parken. |
Stabæk 1 - 1 Valerenga
Vålerenga sótti Stabæk heim í lokaleik Eliteserien í dag. Viðar Örn Kjartansson og Matthías Vilhjálmsson voru báðir í byrjunarliði Vålerenga og lék Viðar allan leikinn. Matti fór af velli á 66. mínútu.
Vålerenga komst yfir á 9. mínútu þegar Matthías Vilhjálmsson skallaði sendingu úr öftustu línu aftur fyrir sig og Viðar Örn kom boltanum í netið, virkilega gott íslenskt mark.
Með því að smella hér getur þú séð markið. Stabæk jafnaði leikinn á 64. mínútu og reyndist það lokamark leiksins. Vålerenga er í 3. sæti deildarinnar með 48 stig og í góðri stöðu í baráttu um Evrópudeildarsæti.
|