mið 02.des 2020
[email protected]
Solskjær beinir athyglinni að Herrera: Ander veit að þetta var ekki brot
„Fred hefði ekki átt að setja höfuð sitt í áttina að honum [Leandro Paredes í fyrri hálfleiknum]. Ég held að hann hafi samt ekki snert hann. Hann var heppinn að vera áfram inn á," sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, spurður út í Fred eftir 1-3 tap gegn PSG í Meistaradeildinni.
„Já ég íhugaði að taka Fred af velli í hálfleik.... Fred var að spila mjög vel. Við töluðum um að halda okkur rólegum og ekki henda okkur í tæklingar. Seinna gula spjaldið var aldrei nálægt því að vera brot. Ander [Herrera] veit það," bætti Solskjær við.
Sjá einnig: Var Marquinhos rangstæður? - Fred fór í boltann en fékk seinna gula Fred fékk að líta gula spjaldið fyrir að fara með höfuðið í Paredes í fyrri hálfleiknum og fór svo í tæklingu gegn Ander Herrera í seinni hálfleiknum. Fred fór í boltann en uppskar þrátt fyrir það rautt spjald.
Solskjær var spurður út í úrslitaleik gegn Leipzig í lokaleiknum. „Við viljum fara í þann leik til að vinna. Leikirnir gegn PSG og Leipzig sýna hversu mikið við höfum þróast í svona leikjum. Í dag þurftum við að klára færin okkar." Um annað mark PSG hafði Solskjær þetta að segja: „Þetta var mjög tæpt, ef takkarnir á skóm Marquinhos hefðu verið stærri þá hefði hann verið rangstæður." Solskjær sagði þá að hann vonaðist til að Marcus Rashford yrði klár gegn West Ham á laugardaginn.
|