fim 03.des 2020
West Ham að fá ungan Dana
West Ham er að kaupa varnarmanninn Frederik Alves Ibsen frá Silkeborg í Danmörku á 1,2 milljón punda.

Frederik er danskur U21 landsliðsmaður en hann mun ganga til liðs við West Ham í janúar.

Frederik getur bæði spilað í hjarta varnarinnar og sem hægri bakvörður.

Frederik féll úr úrvalsdeildinni með Silkeborg á síðasta tímabili og hefur spilað með liðinu í B-deildinni í ár. Einn af liðsfélögum hans þar er Stefán Teitur Þórðarson.