þri 12.jan 2021
Spánn í dag - Sevilla heimsækir topplið Atlético
Tveir leikir fara fram í spænsku deildinni í kvöld en Atléticó Madríd mætir Sevilla í hörkuleik á Wanda Metropolitano-leikvanginum í Madríd.

Granada spilar við Osasuna klukkan 18:00 áður en Atlético og Sevilla mætast.

Þetta eru tvö af sterkustu liðum deildarinnar en Atlético er í efsta sæti deildarinnar með 38 stig og hefur spilað feykivel á meðan Sevilla er í 6. sæti með 30 stig.

Leikir dagsins:
18:00 Granada CF - Osasuna
20:30 Atletico Madrid - Sevilla