ţri 12.jan 2021
Tvö félög í La Liga reka stjóra sína
Pablo Machin var rekinn frá Alaves.
Tveir stjórar í spćnsku deildinni La Liga fengu uppsagnarbréf í morgun.

Huesca, sem er í neđsta sćti deildarinnar, hefur rekiđ Michel eftir ađ liđiđ tapađi 2-0 gegn Real Betis í gćr.

Huesca hefur ađeins unniđ einn leik á tímabilinu en liđiđ vann B-deildina undir stjórn Michel á síđasta tímabili.

Asier Garitano, fyrrum stjóri Leganes og Real Sociedad, mun vćntanlega taka viđ stjórnartaumunum hjá Huesca.

Ţá hefur Pablo Machin veriđ rekinn úr stjórastól Alaves en liđiđ er tveimur stigum fyrir ofan fallsćti. 3-1 tap gegn Cadiz á sunnudag reyndist kveđjuleikur Machin

Stigasöfnun Alaves hefur ekki gengiđ ađ óskum en liđiđ hefur sótt stigin úr óvćntum áttum. Liđiđ hefur unniđ Real Madrid og gert jafntefli gegn Barcelona. Ţá vann liđiđ Athletic Bilbao.

Machin hefur stýrt fjórum liđum í La Liga á fjórum árum. Ţađ vakti athygli ţegar hann kom Girona upp í deildina, hann tók svo viđ Sevilla og Espanyol en var rekinn frá báđum félögum áđur en hann tók viđ Alaves.

Uppfćrt 15:30 - Abelardo Fernandez, fyrrum varnarmađur Barcelona, hefur veriđ ráđinn stjóri Alaves út tímabiliđ. Hann hefur áđur veriđ viđ stjórnvölinn hjá félaginu.