þri 12.jan 2021
[email protected]
Mourinho: Hver sagði honum að við hefðum áhuga?
Jose Mourinho, stjóri Tottenham, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag en Spurs og Fulham eigast við í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld.
Eins og oft áður fór Mourinho á kostum á fundinum en mesta athygli vakti þegar hann var spurður út í ummæli Mesut Özil, leikmanns Arsenal, sem sagði að hann myndi frekar leggja skóna á hilluna en ganga í raðir Tottenham.
„Hver sagði honum að við hefðum einhvern áhuga á að fá hann?" svaraði Mourinho alvarlegur á svip. Myndskeið af svari hans má sjá hér að neðan.
Á fundinum var Mourinho einnig spurður út í Harry Winks en Valencia ku hafa áhuga á að fá enska miðjumanninn lánaðan.
„Hvað þarf ég að segja svo þessi umræða hætti? Ég er búinn að segja að hann sé ekki á förum, hvað á ég að segja meira? Ekki vera að eyða tíma ykkar í þetta," sagði Mourinho.
|