|
þri 12.jan 2021
[email protected]
England - Byrjunarlið: Jói Berg byrjar gegn Man Utd - Gylfi fyrirliði
 |
Jóhann Berg og Gylfi byrja. |
 |
Cavani snýr aftur eftir leikbann. |
Mynd: Getty Images
|
Jóhann Berg Guðmundsson er í byrjunarliði Burnley sem mætir Manchester United klukkan 20:15 í ensku úrvalsdeildinni.
Man Utd getur komist á topp deildarinnar með sigri, eða jafntefli, en Burnley er í 16. sæti.
Þetta er fyrsti úrvalsdeildarleikurinn sem Jóhann Berg spilar frá 23. nóvember en hann hefur átt í basli með meiðsli.
Hjá Manchester United byrjar Eric Bailly í hjarta varnarinnar. Edinson Cavani snýr þá til baka eftir þriggja leikja bann. Cavani, Anthony Martial og Marcus Rashford byrja allir. Byrjunarlið Burnley: Pope, Lowton, Tarkowski, Mee, Pieters, Brady, Westwood, Gudmundsson, Brownhill, Barnes, Wood.
(Varamenn: Norris, Cork, McNeil, Stephens, Rodriguez, Bardsley, Vydra, Long, Benson) Byrjunarlið Man Utd: De Gea, Wan-Bissaka, Bailly, Maguire, Shaw, Matic, Pogba, Rashford, Fernandes, Martial, Cavani.
(Varamenn: Henderson, Mata, Greenwood, Fred, James, Alex Telles, Van de Beek, Tuanzebe, McTominay) Wolves og Everton mætast á sama tíma. Þar er Gylfi Þór Sigurðsson í byrjunarliði gestana og með fyrirliðabandið.
Byrjunarlið Wolves: Rui Patricio, Semedo, Coady, Saiss, Ait Nouri, Neves, Moutinho, Dendoncker, Gibbs-White, Neto, Silva.
(Varamenn: Ruddy, Richards, Corbeanu, Hoever, KIlman, Cutrone, Vitinha, Shabani, Lonwijk) Byrjunarlið Everton: Pickford, Holgate, Mina, Keane, Godfrey, Digne, Doucoure, Davies, Iwobi, Sigurdsson, James.
(Varamenn: Olsen, Richarlison, Coleman, Tosun, Nkounkou, Gomes, Gordon, Kenny, Bernard) Leikir dagsins: 18:00 Sheffield Utd - Newcastle
20:15 Wolves - Everton
20:15 Burnley - Man Utd
|
|
|
 |
|