fim 14.jan 2021
England: Markalaust hjá Arsenal og Crystal Palace
Bernd Leno varði meistaralega í fyrri hálfleik.
Mynd: Getty Images

Arsenal 0 - 0 Crystal Palace

Arsenal tók á móti Crystal Palace í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni og var staðan markalaus í leikhlé.

Palace var betra liðið í fyrri hálfleik og komst nálægt því að skora þegar Eberechi Eze átti aukaspyrnu sem fór í stöngina skömmu áður en Bernd Leno varði meistaralega frá Christian Benteke.

Lærisveinar Mikel Arteta skiptu um gír eftir leikhlé og virtust ætla að ná í jöfnunarmark á upphafsmínútunum. Það gekk ekki nógu vel og dó leikurinn út í kjölfarið.

Hvorugt liðið skapaði sér mikið af færum, Arsenal hélt boltanum en fann ekki smugur á vörn Palace og niðurstaðan hundleiðinlegt markalaust jafntefli.

Lærisveinar Arteta voru ósannfærandi eftir nokkra góða sigra í röð.

Arsenal er í 11. sæti með 24 stig eftir 18 umferðir. Palace er með 23 stig.