lau 16.jan 2021
Spænski bikarinn: Sevilla þurfti framlengingu - Bebe sló Elche út
Mynd: Getty Images

32-liða úrslit spænska Konungsbikarsins hafa einkennst af óvæntum úrslitum og áttu önnur svoleiðis sér stað í dag þegar Rayo Vallecano skellti Elche.

Rayo leikur í B-deild spænska boltans á meðan Elche er í efstu deild. Bebe, fyrrum leikmaður Manchester United, skoraði fyrra mark Rayo beint úr aukaspyrnu úti á kanti.

Rayo átti flottan leik og vann að lokum 2-0.

Rayo Vallecano 2 - 0 Elche
1-0 Bebe ('36 )
2-0 Alejandro Catena ('78 )

Sevilla er einnig komið áfram í næstu umferð eftir erfiðan leik gegn Leganes. Sevilla var með yfirhöndina en heimamenn áttu fínar rispar og var staðan markalaus eftir 90 mínútur.

Lucas Ocampos skoraði fyrir Sevilla í upphafi framlengingarinnar og var mikil spenna í loftinu þar til dómarinn flautaði leikinn af eftir rúmlega 120 mínútur af fótbolta.

Sevilla er því komið áfram í 16-liða úrslit Konungsbikarsins, rétt eins og Rayo Vallecano.

Leganes 0 - 1 Sevilla
0-1 Lucas Ocampos ('96 )