mán 18.jan 2021
Segir Ighalo vera međ tilbođ frá úrvalsdeildarfélögum í Englandi
Odion Ighalo.
Umbođsmađur á vegum sóknarmannsins Odion Ighalo segir ađ leikmađurinn sé međ tilbođ úr ensku úrvalsdeildinni.

Ighalo er í láni hjá Man Utd frá Shanghai Shenhua í Kína en hann fćr afar takmarkađ ađ spila á Old Trafford ţessa dagana. Lánssamningur hans rennur út í lok ţessa mánađar.

Hinn 31 árs gamli Ighalo hefur talađ um ađ hann vilji spila í MLS-deildinni í Norđur-Ameríku en einn ađ umbođsmönnum hans segir í samtali viđ BBC ađ ţađ sé líka möguleiki fyrir hendi ađ vera áfram í Englandi.

„Ég get stađfest ađ nokkur félög í ensku úrvalsdeildinni, tvö félög utan Englands og nokkur félög í Miđ-Austurlöndum hafa sent okkur formlegar fyrirspurnir," sagđi einn af umbođsmönnum hans.

„Hann gćti veriđ áfram í Englandi ţar sem fjölskylda hans er eđa reynt eitthvađ nýtt ţví hann er međ marga möguleika."