mið 20.jan 2021
[email protected]
Einn dekksti dagur í sögu Real Madrid
Spænska stórveldið Real Madrid tapaði gríðarlega óvænt fyrir Alcoyano í spænsku bikarkeppninni í kvöld.
Staðan var 1-1 að loknum venjulegum leiktíma. Alcoyano missti mann af velli með rautt spjald í framlengingunni en fimm mínútum eftir það skoruðu þeir sigurmarkið í leiknum.
Colin Millar, fjölmiðlamaður og rithöfundur sem fylgist vel með spænskum fótbolta, segir að þetta sé ein stærsta niðurlæging í sögu Real Madrid.
„Þetta er með óvæntustu úrslitum í sögu spænska fótboltans," skrifaði Millar á Twitter í kvöld en Alcoyano er í C-deild spænska boltans. „Til að setja þetta í samhengi þá tapaði Alcoyano - sem vann Real Madrid þrátt fyrir rautt spjald og þrátt fyrir að vera með 41 gamlan markvörð - fyrir varaliði Villarreal 3-0 í nóvember. Þetta er einn dekksti dagur í sögu Real Madrid. Það verður talað um þessa niðurlægingu í mörg ár." Aftur á móti þá er þetta líklega einn besti dagur í sögu Alcoyano.
|