lau 23.jan 2021
[email protected]
Körfuboltamaðurinn Luka Doncic sýndi góða fótboltahæfileika
 |
Doncic er magnaður körfuboltamaður. |
Luka Doncic, körfuboltamaður Dallas Mavericks í NBA-deildinni í Norður-Ameríku, er frábær í sinni íþrótt en virðist líka hafa mikla hæfileika þegar kemur að fótbolta.
Doncic spilaði með Real Madrid á Spáni áður en hann fór í NBA árið 2018. Real Madrid er auðvitað stórveldi í fótboltaheiminum og hefur Doncic talað um það að hann sé mikill stuðningsmaður Real Madrid í fótboltanum.
Doncic æfði fótbolta og var sóknarmaður. Cristiano Ronaldo er í uppáhaldi hjá honum.
„Ég var 16 ára þegar ég hitti hann, ég var svo stressaður að ég gat ekki einu sinni talað," sagði Doncic í viðtali við Bleacher Report í fyrra um Ronaldo. Slóveninn virðist ekki hafa verið alslæmur í fótboltanum miðað við hvernig hann tók á móti körfuboltanum í gærnótt, í sigri Mavericks á San Antonio Spurs.
Hér fyrir neðan má sjá myndband af magnaðri móttöku Doncic.
|