lau 23.jan 2021
Belgía: Ari Freyr lagði upp í góðum sigri
Ari Freyr Skúlason var í byrjunarliði Oostende í kvöld sem mætti Antwerp í belgísku úrvalsdeildinni.

Oostende hefur verið á mikilli siglingu undanfarið og er í fimmta sæti deildarinnar eftir 2-1 sigur á útivelli.

Antwerp var fyrir leikinn í þriðja sætinu og ljóst að Oostende er alvara í baráttu um Evrópusæti á næsta tímabili.

Ari spilaði sitt hlutverk í sigrinum en hann lagði upp seinna mark liðsins sem kom á 85. mínútu í seinni hálfleik.

Í belgísku B-deildinni fékk Aron Sigurðarson engar mínútur er hans lið St. Gilloise vann góðan 4-2 útisigur á Deinze.

St. Gilloise er á miklu flugi í deildinni og er með 12 stiga forskot á toppnum eftir 16 umferðir.

Annar Íslendingur var ónotaður varamaður í Ungverjalandi en þar spilaði Aron Bjarnason ekkert í 5-0 tapi gegn MOL Fehervar.