sun 24.jan 2021
Spánn í dag - Atletico og Barcelona í eldlínunni
Atletico Madrid getur styrkt stöðu sína á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar í kvöld er liðið mætir Valencia í ansi áhugaverðri viðureign.

Valencia er eitt af stórliðum spænska boltanns en gengið hefur verið slæmt á tímabilinu undir stjórn Javi Gracia.

Valencia hefur misst marga öfluga leikmenn síðustu ár og mánuði og má nefna Geoffrey Kondogbia sem fór einmitt til Atletico.

Lið Barcelona er einnig í eldlínunni í dag og mætir Elche - fyrir leikinn er Barcelona tíu stigum frá toppnum.

Ljóst er að Ronald Koeman þarf á sigri að halda í dag en starf hans gæti annars verið í hættu á Nou Camp.

Hér má sjá dagskrána í dag.

Spænska úrvalsdeildin:
13:00 Osasuna - Granada
15:15 Elche - Barcelona
17:30 Celta Vigo - Elche
20:00 Atletico Madrid - Valencia