mið 03.mar 2021
Kristrún Rut heimsækir Glódísi Perlu í Meistaradeildinni
Glódís Perla
Fyrri leikirnir í 16-liða úrslitum í Meistaradeild kvenna fara fram í dag og á morgun. Í dag eru sjö af átta viðureignunum á dagskrá, á morgun mætast Evrópumeistararnir í Lyon og Bröndby.

Það er Íslendingaslagur í þessari umferð því lið sænska félagsins Rosengård, með Glódísi Perlu Viggósdóttur innanborðs, tekur á móti liði austurríska félagsins St. Polten þar sem Kristrún Rut Antonsdóttir leikur.

Seinni leikir liðanna fara fram eftir viku.

CHAMPIONS LEAGUE: Playoffs - Women
15:45 Barcelona W - Fortuna Hjorring W
16:45 Manchester City W - Fiorentina W
17:00 Rosengard W - St. Polten W
17:15 Wolfsburg - Lillestrom W
18:00 Sparta Praha W - PSG W
19:00 Chelsea W - Atletico Madrid W


Kristrún Rut