sun 07.mar 2021
Lengjubikarinn: Ţrjú rauđ í sigri Grindavíkur - KF vann Tindastól
Mark og rautt.
Einum leik í A-deild í Lengjudeild karla var ađ ljúka en hann fór fram í riđli númer 1.

Ţar áttust viđ Lengjudeildarliđin Grindavík og Víkingur frá Ólafsvík.

Heimamenn voru 2-0 yfir í hálfleik međ mörkum frá Guđmundi Magnússyni og Viktor Guđberg Haukssyni.

Bjartur Bjarmi Barkarson gerđi hins vegar tvennu fyrir Víking í síđari hálfleik og jafnađi metin. Ţađ var svo Nemanja Latinovic sem tryggđi ţeim gulklćddu stigin ţrjú međ stórglćsilegu marki.

Ţrjú rauđ spjöld komu á síđustu tíu mínútum leiksins. Guđmundur Magnússon fékk sitt annađ gula spjald á 81. mínútu og ţá Hlynur Sćvar Jónsson sömu leiđ hjá Víking. Viktor Guđberg Hauksson fékk síđan rautt spjald fyrir Grindavík á 88. mínútu.

Grindavík er međ sex stig eftir fjóra leiki en Víkingur er enn án stiga.

Í B-deild karla áttust viđ Tindastóll og KF. Gestirnir frá KF unnu 2-3 útisigur ţar sem Oumar Diouck gerđi tvennu fyrir 2. deildarliđiđ.

KF er međ sex stig eftir tvo leiki en Tindastóll er enn án stiga.