sun 18.apr 2021
Bandaríkin: Tap hjá Gumma Tóta - Arnór Ingvi ekki með
Gummi í leik á síðustu leiktíð
Tvö Íslendingalið léku sína fyrstu leiki í MLS-deildinni í nótt. New York City lá gegn DC United á útivelli og New England Revolution gerði jafntefli í Chicago.

Guðmundur Þórarinsson var í byrjunarliði New York og lék fyrstu 70 mínútur leiksins í vinstri bakverðinum. Valentin Castellanos kom gestunum yfir á 15. mínútu en heimamenn voru komnir yfir fyrir hlé.

Næsti leikur liðsins er gegn FC Cincinnati um næstu helgi.

Arnór Ingvi Traustason var ekki í leikmannahópi Revolution sem gerði 2-2 jafntefli gegn Chicago Fire. Heimamenn í Chicago voru komnir í 2-0 snemma leiks en staðan var orðin jöfn á 27. mínútu.

Í uppbótartíma fékk Dejuan Jones rautt spjald í liði New England. Næsti leikur New England er gegn DC United.