þri 04.maí 2021
Pepsi Max-kvenna: Breiðablik gjörsigraði Fylki
Breiðablik 9 - 0 Fylkir
1-0 Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir ('27 )
2-0 Tiffany Janea Mc Carty ('31 )
3-0 Karitas Tómasdóttir ('43 )
4-0 Hafrún Rakel Halldórsdóttir ('54 )
5-0 Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir ('64 )
6-0 Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir ('70 )
7-0 Birta Georgsdóttir ('77 )
8-0 Birta Georgsdóttir ('82 )
9-0 Agla María Albertsdóttir ('86 )
Lestu um leikinn

Breiðablik valtaði yfir Fylki í fyrstu umferð Pepsi Max-deildarinnar í kvöld, 9-0 urðu lokatölur.

Blikum er spáð 2. sæti deildarinnar og Fylki þriðja sætinu. Munurinn á liðunum var gífurlega mikill í dag, Blikar léku á als oddi og mörkunum rigndi inn.

Staðan var 3-0 í hléi og í seinni hálfleik létu Blikar kné fylgja kviði og skoruðu sex mörk.

Þær Áslaug Munda og Birta Georgsdóttir skoruðu tvö mörk hvor og þær Tiffany, Karitas, Hafún Rakel, Þórdís Hrönn og Agla María skoruðu eitt mark hver.

„Tölurnar segja allt um yfirburði Breiðabliks í leiknum. Þær völtuðu yfir andlausar Fylkiskonur sem sáu ekki til sólar," skrifaði Mist Rúnarsdóttir í textalýsingu sinni.