fös 07.maí 2021
Sjáðu stórkostlegt sigurmark Maríu Lovísu og mörkin á Ásvöllum
María Lovísa
Grótta vann í gær 2-1 sigur á ÍA þar sem María Lovísa Jónasdóttir skoraði sigurmarkið með glæsilegu skoti á 84. mínútu. ÍA komst í 0-1 í leiknum en Grótta kom til baka.

Í Hafnarfirði mættust grannarnir Haukar og FH á Ásvöllum. Berglind Þrastardóttir skoraði fyrra mark Hauka eftir að hafa skilið varnarmenn FH eftir í rykinu, gífurlegur hraði í Berglindi.

Hildur Karitas Gunnarsdóttir kom Haukum í 2-0 á 27. mínútu með frábæru skoti. Það var svo Rannveig Bjarnadóttir sem minnkaði muninn úr vítaspyrnu á 67. mínútu.

Mark Maríu Lovísu og mörkin á Ásvöllum má sjá hér að neðan.
Grótta 2 - 1 ÍA
0-1 Védís Agla Reynisdóttir ('17)
1-1 Tinna Jónsdóttir ('58)
2-1 María Lovísa Jónasdóttir ('84)

Haukar 2 - 1 FH
1-0 Berglind Þrastardóttir ('8)
2-0 Hildur Karitas Gunnarsdóttir (27')
2-1 Rannveig Bjarnadóttir, víti ('67)