lau 08.maí 2021
3.deild: Borja tryggði Dalvík/Reyni sigur í opnunarleiknum
Dalvík/Reynir 2-1 Víðir
1-0 Jón Heiðar Magnússon ('12)
1-1 Guðmundur Marinó Jónsson ('30)
2-1 Borja Lopez Laguna - Víti ('89)

Opnunarleikur þriðju deildarinnar í ár var viðureign Dalvíkur/Reynis og Víði frá Garði á Dalvíkurvelli.

Bæði lið féllu úr annari deildinni í fyrra og ætla sér strax aftur upp.

Jón Heiðar Magnússon kom heimamönnum yfir á tólfu mínútu leiksins en það var Guðmundur Marinó Jónsson sem jafnaði metin á 30. mínútu.

Staðan var 1-1 allt þangað til á 89. mínútu leiksins þegar heimamenn fengu vítaspyrnu. Spánverjinn Borja Lopez Laguna steig á punktinn og skoraði. Það reyndist sigurmark leiksins.

Dalvík/Reynir mætir ÍH á útivelli í næstu umferð á meðan Víðir fær KFS í heimsókn.