lau 08.maí 2021
Lengjudeildin: Dramatík í Mosfellsbć - Selfoss steinlá gegn Vestra
Fyrsta umferđin í Lengjudeild karla klárađist í dag međ tveimur leikjum.

Á Fagverksvellinum í Varmá áttust viđ Afturelding og Kórdrengir. Kórdrengir eru nýliđar í deildinni en ţeim hefur veriđ spáđ mjög góđu gengi.

Connor Mark Simpson gerđi fyrsta mark leiksins á 49. mínútu fyrir gestina. „Flott spil á milli Alberts Brynjars og Daníel Gylfa teignum, Connor bíđur svo eftir boltanum hinum megin í teignum međ engann mann í sér og skýtur í opiđ mark," skrifađi Brynjar Óli Ágústsson í beinni textalýsingu.

Davíđ Smári Lamude, ţjálfari Kórdrengja, fékk rautt spjald undir lok fyrri hálfleiks. Ţórir Rafn Ţórisson, leikmađur Kórdrengja, fékk einnig rautt spjald en hann fékk tvö gul međ einungis mínútu millibili undir lok leiks.

Patrekur Orri Guđjónsson jafnađi metin undir blálokin og tryggđi Aftureldingu eitt stig. Gífurlega svekkjandi fyrir Kórdrengi en bćđi liđ eru ţví komin á blađ eftir fyrsta leik.

Á Selfossi áttust viđ heimamenn og Vestri. Ţegar leikurin var orđinn 21. mínútna gamall var stađan orđin 3-0 fyrir gestina.

Vladimir Tufegdzic gerđi tvö fyrstu mörkin og Nicolaj Madsen bćtti ţví ţriđja viđ. Ţetta urđu lokatölur leiksins og ţví mjög góđ byrjun hjá Vestra mönnum.

Afturelding 1 - 1 Kórdrengir
0-1 Connor Mark Simpson ('49 )
1-1 Patrekur Orri Guđjónsson ('90)
Rautt spjald: Davíđ Smári Lamude, Kórdrengir ('43)

Selfoss 0 - 3 Vestri
0-1 Vladimir Tufegdzic ('3 , víti)
0-2 Vladimir Tufegdzic ('19 )
0-3 Nicolaj Madsen ('21 )