lau 08.maí 2021
Óli Jó skýtur á Helga fyrir ađ vera í vettlingum
Engir vettlingar ţegar hann kom inn á gegn Keflavík!
Helgi Guđjónsson er kominn á blađ í Pepsi Max-deildinni ţetta sumariđ. Hann byrjađi óvćnt ekki í fyrsta leik gegn Keflavík um síđustu helgi og Arnar Gunnlaugsson bađ hann afsökunar á ţví.

Helgi skorađi eftir um 55 sekúndur gegn ÍA í dag eftir darrađadans inn á vítateig Skagamanna eftir hornspyrnu. Helgi fékk boltann í sig og boltinn fór í netiđ.

Ólafur Jóhannesson, ţjálfarinn reyndi, er í setti hjá Stöđ 2 Sport og setti eina athugasemd viđ hann inn á vellinum.

„Ég set spurningamerki viđ ađ hann sé í vettlingum, mér finnst ţađ helvíti dapurt," sagđi Óli léttur.

„Helgi Guđjónsson var á bekknum í fyrstu umferđ og fékk afsökunarbeiđni frá ţjálfaranum. Hann var rétt um 50 sekúndur ađ ţakka traustiđ og koma Víkingum yfir. Pablo Punyed tók hornspyrnu og eftir klafs í teignum barst boltinn á Helga og ţađan fór hann í markiđ. Jóhannes Karl Guđjónsson ţjálfari skagamanna mótmćlir," skrifađi Hafliđi Breiđfjörđ í beinni textalýsingu.

Stađan er 0-1 fyrir Víking í hálfleik og seinni hálfleikur er ađ hefjast.