mán 10.maí 2021
Bestur í 1. umferđ - Stjarnan vill fá hann í sínar rađir
Pétur jafnađi markafjölda síđasta sumars í fyrsta leik.
Gróttumenn fagna.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garđarsson

„Ţađ er ekki hćgt ađ mótmćla ţessu vali, úr stórskemmtilegum leik," sagđi Ingólfur Sigurđsson í Innkastinu ţar sem opinberađ var ađ Pétur Theodór Árnason, sóknarmađur Gróttu, var valinn leikmađur 1. umferđar Lengjudeildarinnar.

Pétur skorađi fimmtán mörk ţegar Grótta vann deildina 2019 en skorađi alls ţrjú mörk í Pepsi Max-deildinni í fyrra. Hann byrjar ţví nýtt tímabil á ţví ađ jafna markafjölda sinn frá síđasta Íslandsmóti ţví hann gerđi ţrennu í 4-3 sigri á Ţór.

Sjá einnig:
Úrvalsliđ 1. umferđar Lengjudeildarinnar

„Pétur átti nćstum fullkominn leik og engin spurning um ađ hann var besti leikmađur vallarins. Ţrjú mörk og hefđi getađ nćlt sér í ţađ fjórđa úr víti í lok leiks en hann gaf Sölva Björnssyni vítiđ," skrifađi fréttaritari Fótbolta.net á leiknum, Hafţór Bjarki Guđmundsson, í skýrslu leiksins.

„Pétur Theodór á ađ fá andlitiđ sitt á lógó deildarinnar. Hann gjörsamlega elskar ađ skora í ţessari deild," sagđi Elvar Geir Magnússon í útvarpsţćttinum Fótbolti.net á X977.

„Hann var alveg frábćr og hefur sjaldan litiđ eins vel út. Ég var gríđarlega ánćgđur međ hans kraft í leiknum og náttúrulega ţrjú mörk sem er frábćrt. Hann sýndi líka mjög góđan styrk međ ţví ađ leyfa Sölva ađ taka vítiđ. Ég var sáttur međ leikinn og mína menn og lögđum allt í ţetta, ţetta var sigur liđsheildarinnar," sagđi Ágúst Gylfason, ţjálfari Gróttu, í viđtali viđ Fótbolta.net eftir sigurinn gegn Ţór.

Samkvćmt heimildum Fótbolta.net er Stjarnan ađ reyna ađ fá Pétur Theodór í sínar rađir og gerđi tilbođ í leikmanninn. Félögin hafa hinsvegar ekki náđ saman. Stjörnumönnum hefur mistekist ađ skora í fyrstu tveimur umferđum Pepsi Max-deildarinnar.

Grótta byrjar nýtt tímabil af krafti og spennandi ađ sjá hvort Pétur Theodór verđi áfram í markaskónum ţegar Fjölnismenn verđa heimsóttir á föstudagskvöld.