lau 15.maí 2021
England: Leeds valtaði yfir Burnley í seinni hálfleik
Burnley 0 - 4 Leeds
0-1 Mateusz Klich ('44 )
0-2 Jack Harrison ('59 )
0-3 Rodrigo Moreno ('77 )
0-4 Rodrigo Moreno ('79 )

Burnley tók á móti Leeds í hádegisleiknum í dag á Turf Moor heimavelli Burnley. Leeds sigraði leikinn örugglega 4-0.

Mateusz Klich kom Leeds yfir á 44. mínútu, staðan 1-0 í hálfleik. Leeds setti í fluggír í seinni hálfleik en Jack Harrison skoraði annað markið á 60. mínútu og Rodrigo gerði útum leikinn með tveimur mörkum á 77. og 79. mínútu.

Jóhann Berg Guðmundsson byrjaði á bekknum hjá Burnley en kom inná á 70. mínútu.