sun 16.maí 2021
„Einhver lélegasti fyrri hálfleikur sem ég hef séđ Blika spila lengi"
Breiđablik átti ekki sinn besta leik ţegar liđiđ tapađi 3-0 fyrir Víkingum í Pepsi Max-deildinni í dag.

Smelltu hér til ađ lesa textalýsingu frá leiknum.

Blikarnir voru sérstaklega daprir í fyrri hálfleiknum. Frammistađan skánađi ađeins í byrjun seinni hálfleiks en Víkingar vörđust vel og bćttu svo viđ tveimur mörkum undir lokn.

Ţorkell Máni Pétursson, sérfrćđingur Stöđ 2 Sport, var á leiknum í Fossvogi og honum fannst ekki mikiđ koma til Blika í leiknum.

„Mađur upplifđi ţađ allan leikinn ađ Víkingar vćru međ leikinn frá fyrstu mínútu. Manni finnst Blikarnir vera inn í ţessu fyrstu tíu mínúturnar en eftir ţađ ţá fannst manni Víkingarnir miklu betri," sagđi Máni í Stúkunni.

„Miđjan hjá Víkingum, Júlías og Pablo voru vćgast sagt frábćrir. Ţeir unnu ótrúlega vinnu ađ loka öllum ţessum svćđum, ţeir hlupu á viđ tíu fannst manni á tímabili. Blikarnir gerđu lítiđ annađ í fyrri hálfleik en ađ spila boltanum í öftustu línu sín á milli. Ég er ekki frá ţví ađ ţetta sé einhver lélegasti fyrri hálfleikur sem ég hef séđ Blika spila lengi."

Arnar Gunnlaugsson, ţjálfari Víkinga, var mjög ánćgđur međ fyrri hálfleik sinna manna, hann sagđi hann eitthvađ ţađ besta sem liđiđ hefur sýnt undir hans stjórn. „Ég get alveg veriđ sammála ţví," sagđi Máni og bćtti viđ: „Víkingarnir líta út fyrir ađ ćtla ađ vera meira međ á ţessu tímabili en í fyrra."

Máni segist hafa áhyggjur af Blikum, ţá sérstaklega varnarlínunni sem virkar ósannfćrandi. Ţađ vantar Davíđ Örn Atlason og Elfar Freyr Helgason í hana, en Óskar Hrafn Ţorvaldsson, ţjálfari Blika, vonast til ţess ađ ţeir hefji ćfingar í ţessari viku.

„Ţetta var alveg ótrúlega hćgt í fyrri hálfleik, ţađ var óskiljanlegt ađ horfa á ţetta á köflum," sagđi Máni jafnframt um uppspil Blika sem eru međ fjögur stig eftir fjóra leiki. Alls ekki ţađ sem ţeir voru ađ vonast eftir.