fim 20.maí 2021
Lið 4. umferðar - Sjö í fyrsta skiptið
Kristín Dís Árnadóttir
Lillý Rut Hlynsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fjórða umferð Pepsi Max-deildarinnar fór öll fram í gær og komið að því að velja lið umferðarinnar.

Kristján Guðmundsson stýrði sínu liði, Stjörnunni, til sigurs gegn Þór/KA í Boganum í gær. Kristján er þjálfari umferðarinnar. Arna Sif Ásgrímsdóttir er komin aftur í deildina og var best á vellinum.Fjórir leikmenn voru valdir í þriðja skiptið í lið umferðarinnar. Tvær þeirra, Brenna Lovera og Hólmfríður Magnúsdóttir voru bestar í sigri Selfoss gegn Þrótti. Katie Cousins var best í liði Þróttar og Ólöf Sigríður Benediktsdóttir skoraði tvö mörk.

Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir lagði upp sigurmark Breiðabliks gegn Tindastóli og er í fjórða sinn í liði umferðarinnar. Kristín Dís Árnadóttir var öflug í vörninni.

Dóra María Lárusdóttir lagði upp tvö mörk í sigri Vals í Vestmannaeyjum og Lillý Rut Hlynsdóttir skoraði eitt.

Valgerður Ósk Valsdóttir skoraði jöfnunarmark Fylkis eftir að Tiffany Sornpao varði vítaspyrnu.

Fyrri lið umferðarinnar:
1. umferð
2. umferð
3. umferð