mið 09.jún 2021
Vináttulandsleikur: Portúgal vann - Ronaldo nálgast markametið
Cristiano Ronaldo fagnar marki sínu
Portugal 4 - 0 Israel
1-0 Bruno Fernandes ('42 )
2-0 Cristiano Ronaldo ('44 )
3-0 Joao Cancelo ('86 )
4-0 Bruno Fernandes ('90 )

Portúgal vann Ísrael 4-0 er liðin mættust í vináttuleik í kvöld en þetta var síðasti leikur portúgalska liðsins fyrir Evrópumótið sem hefst eftir tvo daga.

Bruno Fernandes gerði fyrsta mark leiksins á 42. mínútu með góðu skoti úr teignum eftir fyrirgjöf frá Joao Cancelo áður en Cristiano Ronaldo skoraði tveimur mínútum síðar.

Þetta var 104. landsliðsmark Ronaldo en hann er nú fimm mörkum frá íranska framherjanum Ali Daei sem er markahæsti landsliðsmaður allra tíma með 109 mörk.

Joao Cancelo gerði þriðja markið fjórum mínútum fyrir leikslok með góðu vinstri fótar skoti og Fernandes bætti svo við öðru marki sínu stuttu síðar. Lokatölur 4-0 fyrir Portúgal sem virðist í góðum gír fyrir EM.

Fyrsti leikur liðsins á EM er gegn Ungverjalandi þann 15. júní en leikurinn fer fram á Ferenc Puskás-leikvanginum í Búdapest.