sun 13.jún 2021
Byrjunarlið Austurríki og Makedóníu: Alaba á kantinum
Austurríki og Makedónía mætast á EM í dag kl 16:00. Liðin leika í C-riðli ásamt Hollandi og Úkraínu sem mætast í kvöld kl 19.

David Alaba, stærsta stjarnan í Austurríska liðinu er að venju í byrjunarliðinu. Marcel Sabitzer leikmaður RB Leipzig er fyrir aftan framherjan Sasa Kalajdzic.

Ezgjan Alioski leikmaður Leeds á Englandi er í vinstri bakverði í fimm manna línu Makedóniu. hinn 37 ára gamli Goran Pandev er í fremstu víglínu ásamt Trajkovski

Austurríki: Bachmann, Lainer, Dragovic, Hinteregger, Ulmer, Baumgartner, Laimer, Schlager, Alaba, Sabitzer, Kalajdzic

Makedónía: Dimitrievski, Nikolov, Ristovski, Velkovski, Musliu, Alioski, Bardhi, Ademi, Elmas, Pandev, Trajkovski