mán 14.jún 2021
Ronaldo vildi ekki tjá sig um framtíđina
Cristiano Ronaldo gćti veriđ á förum í sumar
Portúalski knattspyrnumađurinn Cristiano Ronaldo vildi lítiđ tjá sig um framtíđina á blađamannafundi fyrir landsleik Portúgals gegn Ungverjalandi en gaf ţó í skyn ađ hún er óljós.

Ronaldo hefur spilađ síđustu ţrjú tímabil međ Juventus eđa frá ţví hann kom frá Real Madrid.

Hann er samningsbundinn til 2022 en ítalskir fjölmiđlar hafa greint frá ţví ađ hann gćti veriđ á förum frá félaginu í sumar.

Ronaldo, sem var markahćsti leikmađur ítölsku deildarinnar í ár, vildi ekki tjá sig mikiđ um framtíđina.

„Hvađ sem gerist í framtíđinni ţá er ţađ mér og öllum fyrir bestu," sagđi Ronaldo.

Hann hefur veriđ orđađur viđ endurkomu til Real Madrid og Manchester United en Paris Saint-Germain er einnig sagt hafa áhuga á ađ fá hann.