sun 20.jún 2021
Byrjunarlið Keflavíkur og Leiknis: Er Gibbs hrokkinn í gang?
Joey Gibbs er á sínum stað í framlínu Keflavíkur
Keflavík tekur á móti Leikni í níundu umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu en leikurinn hefst klukkan 19:15. Um að ræða slag nýliðana í deildinni þetta sumarið og nokkuð víst að hart verður barist um stigin þrjú sem í boði eru.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá HS-Orkuvellinum


Keflavík gerir eina breytingu á liðin sínu frá sigrinum gegn HK á dögunum. Ísak Óli Ólafsson sem farinn er til Danmerkur til að ganga frá félagaskiptum sínum þar hverfur á braut og í hans stað kemur Ingimundur Aron Guðnason.
Gestirnir úr Breiðholti gera þrjár breytingar á liðinu sem tapaði gegn KR Daði Bæring Halldórsson, Árni Elvar Árnason, Arnór Ingi Kristinsson víkja úr byrjunarliðinu fyrir þá Daða Bærings Halldórson, Gyrði Hrafn Guðbrandsson og Loft Pál Eiríksson

Byrjunarlið Keflavíkur
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
4. Nacho Heras
5. Magnús Þór Magnússon (f)
7. Davíð Snær Jóhannsson
10. Kian Williams
14. Dagur Ingi Valsson
16. Sindri Þór Guðmundsson
22. Ástbjörn Þórðarson
23. Joey Gibbs
25. Frans Elvarsson
28. Ingimundur Aron Guðnason

Byrjunarlið Leiknis
12. Guy Smit (m)
3. Ósvald Jarl Traustason
5. Daði Bærings Halldórsson
6. Ernir Bjarnason
7. Máni Austmann Hilmarsson
10. Sævar Atli Magnússon (f)
11. Brynjar Hlöðversson
17. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson
18. Emil Berger
20. Loftur Páll Eiríksson
24. Daníel Finns Matthíasson

Beinar textalýsingar
Keflavík - Leiknir 19:15
Breiðablik - FH 19:15