sun 04.júl 2021
Björn Kuipers dæmir úrslitaleik EM
Björn Kuipers
Hollenski dómarinn Björn Kuipers dæmir úrslitaleik Evrópumótsins á Wembley á sunnudaginn. Hollenskir og tyrkneskir fjölmiðlar fullyrða þetta.

Kuipers er einn virtasti dómari heims og hefur dæmt marga risaleiki á ferlinum.

Þar má nefna úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2014 og þá hefur hann tvívegis dæmt úrslitaleik Evrópudeildarinnar.

Hann verður aðaldómari í úrslitaleik Evrópumótsins á sunnudag en leikurinn fer fram á Wembley í Lundúnum.

Tyrkneskir fjölmiðlar eru sérstaklega óánægðir með valið en þeir telja að Cunyet Cakir hafi átt skilið að fá úrslitaleikinn. Hann fær hins vegar ekki leik í undanúrslitum og er farinn heim af mótinu.