fös 23.júl 2021
Ólympíuleikarnir um helgina - Stórleikir í báđum flokkum
Sćnska kvennalandsliđiđ kom á óvart og skellti ţví bandaríska í fyrstu umferđ.
Richarlison setti ţrennu í opnunarleik Brasilíu gegn Ţýskalandi.
Mynd: Getty Images

Eric Bailly er einn af ţremur yfir 23 ára hjá Fílabeinsströndinni.
Mynd: EPA

Ólympíuleikarnir eru á fullu skriđi og fer önnur umferđ knattspyrnumóts kvenna fram á morgun, laugardag.

Síle byrjar daginn á erfiđum leik gegn Kanada og svo á Kína leik viđ Sambíu áđur en Svíţjóđ og Ástralía eigast viđ í stórleik.

Ađ ţeim stórleik loknum fer annar stórleikur af stađ, ţegar Japan spilar viđ Bretland og skömmu síđar er annar stórleikur hjá Hollandi og Brasilíu.

Bandaríkin eiga síđasta leik dagsins í kvennaflokki gegn Nýja-Sjálandi.

Leikir dagsins:
07:30 Síle - Kanada
08:00 Kína - Sambía
08:30 Svíţjóđ - Ástralía
10:30 Japan - Bretland
11:00 Holland - Brasilía (RÚV)
11:30 Nýja-Sjáland - Bandaríkin

Í karlaflokki mega ađeins ţrír leikmenn í hverjum leikmannahópi vera fćddir fyrir áriđ 1997. Ţátttökuţjóđirnar taka mótinu misalvarlega og eru leikmannahópar Ţjóđverja og Frakka til dćmis ekkert sérlega spennandi.

Argentína og Frakkland töpuđu opnunarleikjum sínum gegn Ástralíu og Mexíkó og ţurfa ţví sigra gegn Egyptalandi og Suđur-Afríku í dag.

Brasilía rúllađi yfir Ţýskaland og mćtir Fílabeinsströndinni í stórleik. Ţar munu menn á borđ viđ Richarlison, Dani Alves, Matheus Cunha og Douglas Luiz mćta Eric Bailly, Franck Kessie, Max Gradel og Amad Diallo.

Ástralía spilar svo viđ Spán, sem er međ fínan leikmannahóp en byrjađi mótiđ á jafntefli, áđur en Japan og Mexíkó eigast viđ í toppslag A-riđils.

Rúmenía spilar svo viđ Suđur-Kóreu á međan Ţýskaland neyđist til ađ leggja Sádí-Arabíu ađ velli til ađ halda sér í keppninni.

Leikir dagsins:
07:30 Egyptaland - Argentína
08:00 Frakkland - Suđur-Afríka
08:00 Nýja-Sjáland - Hondúras
08:30 Brasilía - Fílabeinsströndin
10:30 Ástralía - Spánn
11:00 Japan - Mexíkó
11:00 Rúmenía - Suđur-Kórea
11:30 Sádí-Arabía - Ţýskaland