fös 23.júl 2021
Mike Smith lést í gćr
Mike Smith, fyrrum landsliđsţjálfari Wales, lést í gćr 83 ára gamall.

Smith vann ţađ sér til frćgđar ađ koma Wales í 8-liđa úrslit Evrópumótsins 1976 en eftir ţađ stýrđi hann Hull City og egypska landsliđinu áđur en hann tók viđ Wales aftur 1994.

Smith. sem fćddist á Englandi, var fyrsti útlendingurinn til ađ taka viđ velska landsliđinu.

Smith vann einn titil á ţjálfaraferli sínum - Afríkukeppnina 1986 viđ stjórnvölinn hjá Egyptalandi.