fös 30.júl 2021
Roma ađ kaupa Shomurodov frá Genoa
Eldor Shomurodov í leik međ Genoa
Ítalska félagiđ Roma er ađ ganga frá kaupum á Eldor Shomurodov, framherja Genoa. Fabrizio Romano greinir frá.

Shomurodov er 26 ára og kemur frá Úsbekistan en hann er ađeins annar leikmađurin frá ţjóđinni sem spilar í Seríu A.

Hann kom til Genoa frá rússneska félaginu Rostov á síđasta ári og skorađi átta mörk í ítölsku deildinni á síđasta tímabili.

Roma hefur komist ađ samkomulagi viđ Genoa um kaup á framherjanum en félagiđ borgar 20 milljónir evra.

Shomurodov verđur fjórđi leikmađurinn sem Jose Mourinho fćr til félagsins en Roger Ibanez, Rui Patricio og Bryan Reynolds komu til félagsins fyrr í sumar.