lau 21.ágú 2021
[email protected]
Hjörvar Hafliða: „VAR verður að koma strax í boltann"
Það er kominn hálfleikur í stórleik Pepsi Max deildar karla. Breiðablik er með 1-0 forystu gegn KA á heimavelli.
Gísli Eyjólfsson skoraði markið en það var stórkostlegt einstaklingsframtak. „GÍSLI!!! Sláin inn! Geggjað mark. Gísli fékk boltann fyrir utan teig, tók frábæran sprett inn á teiginn og lúðraði boltanum í slána og inn. Ódýrt assist en Kiddi átti síðustu sendingu á Gísla fyrir einstaklingsframtakið." Skrifaði Sæbjörn Steinke í textalýsingu á leiknum.
Á fertugustu mínútu vildu KA menn fá vítaspynu. „KA MENN VILJA VÍTI!!! Ásgeir stígur út Alexander Helga og fer svo niður í teignm. Ekkert dæmt og Brebels á skot augnabliki síðar sem Anton Ari ver." Skrifaði Sæbjörn.
Þetta vakti mikla athygli á Twitter og menn á þeim buxunum að þetta hafi átt að vera vítaspyrna.
|