fim 09.sep 2021
Meistaradeild kvenna: Blikar í fyrstu riđlakeppnina
Breiđablik 3 - 0 ZNK Osijek
1-0 Hildur Antonsdóttir ('9 )
2-0 Taylor Marie Ziemer ('10 )
3-0 Agla María Albertsdóttir ('48 )

Lestu um leikinn

Breiđablik er komiđ í riđlakeppni Meistaradeildarinnar eftir frábćran sigur á króatíska félaginu Osijek á heimavelli.

Liđin gerđu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum ytra en í kvöld byrjuđu Blikar af krafti og komust í tveggja marka forystu snemma leiks.

Hildur Antonsdóttir skorađi fyrst eftir frábćra stungusendingu frá Öglu Maríu Albertsdóttur og tvöfaldađi Taylor Marie Ziemer forystuna međ föstu skoti úr vítateigsboganum mínútu síđar.

Blikar voru betri út hálfleikinn og setti Agla María ţriđja markiđ í upphafi síđari hálfleiks eftir góđa sendingu frá Tiffany McCarty. Skot Öglu var laust en markvörđur Osijek missti knöttinn í netiđ.

Gestirnir frá Króatíu fengu fín fćri en Blikar komust einnig nálćgt ţví ađ bćta viđ mörkum og var sigurinn sanngjarn.

Breiđablik tekur ţví ţátt í fyrstu riđlakeppni í sögu Meistaradeildar kvenna!

Dregiđ verđur í riđlakeppnina á mánudaginn.