mið 15.sep 2021
U19 kvenna: Svekkjandi tap gegn Svíþjóð í fyrsta leik
Ísland 1 - 2 Svíþjóð
1-0 Ólöf Sigríður Kristinsdóttir ('20)
1-1 Sofia Reidy ('45)
1-2 Svea Renberg ('90)

Íslenska U19 ára landslið kvenna hóf leik í undankeppni fyrir EM á næsta ári í dag. Riðillinn fer fram í Serbíu og var Svíþjóð fyrsti andstæðingur Íslands.

Ólöf Sigríður Kristinsdóttir kom Íslandi yfir á 20. mínútu en þær sænsku jöfnuðu í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Svíþjóð skoraði svo sigurmarkið á lokamínútu venjulegs leiktíma. Ásamt Íslandi og Svíþjóð eru Frakkland og Serbía í riðlinum.

Næsti leikur Íslands er gegn Frakklandi á laugardag.

Byrjunarlið Íslands:
Tinna Brá Magnúsdóttir (M)
Birna Kristín Björnsdóttir
Berglind Þrastardóttir
Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir (F)
Jelena Tinna Kujundzic ('46 Hildur Lilja Ágústsdóttir)
Mikaela Nótt Pétursdóttir
Andrea Rut Bjarnadóttir ('85 Dagný Rún Pétursdóttir)
Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir ('64 Írena Héðinsdóttir Gonzalez)
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir ('79 Freyja Karín Þorvarðardóttir)
María Catharina Ólafsdóttir Gros
Sædís Rún Heiðarsdóttir