sun 19.sep 2021
Byrjunarlið Leiknis og Keflavíkur: Escobar snýr aftur
Manga Escobar.
Klukkan 14:00 hefst leikur Leiknis og Keflavíkur í 21. umferð Pepsi Max-deildarinnar. Leikurinn fer fram á Domusnovavellinum í Breiðholti.

Leiknir er með 22 stig og Keflavík er með átján stig, tveimur stigum fyrir ofan fallsæti.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum!!!

Bæði lið töpuðu síðasta deildarleik sínum. Leiknir tapaði gegn ÍA á Akranesi og Keflavík tapaði á heimavelli gegn KR. Keflavík lagði hins vegar HK í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á miðvikudag.

Siggi Höskulds, þjálfari Leiknis, gerir tvær breytingar á liði sínu frá leiknum gegn ÍA. Máni Austmann er ekki með og Octavio tekur sér sæti á bekknum. Inn í liðið koma þeir Manga Escobar og Jón Hrafn Barkarson. Jón Hrafn er fæddur árið 2003.

Engar breytingar eru á liði Keflavíkur frá leiknum gegn HK í bikarnum.

Byrjunarlið Leiknis:
12. Guy Smit (m)
4. Bjarki Aðalsteinsson (f)
5. Daði Bærings Halldórsson
8. Árni Elvar Árnason
11. Brynjar Hlöðversson
18. Emil Berger
19. Manga Escobar
23. Dagur Austmann
24. Daníel Finns Matthíasson
26. Hjalti Sigurðsson
80. Jón Hrafn Barkarson

Buyrjunarlið Keflavíkur:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
4. Nacho Heras
5. Magnús Þór Magnússon (f)
7. Davíð Snær Jóhannsson
11. Helgi Þór Jónsson
14. Dagur Ingi Valsson
16. Sindri Þór Guðmundsson
22. Ástbjörn Þórðarson
23. Joey Gibbs
25. Frans Elvarsson
30. Marley Blair

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum!!!