mán 20.sep 2021
Sjáđu atvikiđ: Sveinn Aron í handalögmálum og fékk rautt
Sveinn Aron
Sveinn Aron Guđjohnsen fékk ađ líta rauđa spjaldiđ í uppbótartíma í gćr. Sveinn kom inn á sem varamađur í liđi Elfsborg gegn Östersund ţegar stundarfjórđung lifđi leiks. Ţá var stađan 2-0 fyrir heimamenn í Östersund.

Östersund komst í 3-0 á 80. mínútu ţegar Blair Turgott fullkomnađi ţrennu sína. Elfsborg minnkađi svo muninn á sjöttu mínútu uppbótartíma međ marki úr vítaspyrnu.

Skömmu síđar reyndi Elfsborg ađ bćta viđ öđru marki og kom sending inn á teiginn sem markvörđur Östersund handsamađi. Ţá lenti Sveini Aroni og Noah Sonko-Sundberg eitthvađ saman sem endađi međ ţví ađ Sveinn og Sonko enduđu í grasinu.

Sveinn var alls ekki sáttur og átti eftir eitthvađ ósagt viđ Sonko. Í kjölfariđ fékk hann svo rautt spjald og Sonko fékk gula spjaldiđ. Aly Keita, markvörđur Östersund, fékk einnig gult spjald, líklega fyrir ađ hrinda Sveini.