ţri 21.sep 2021
Ţessir verđa í banni í lokaumferđinni - Víkingar án Kára og Blikar án Gísla
Gísli Eyjólfsson hefur spilađ sinn síđasta leik á tímabilinu.
Kári hefur spilađ sinn síđasta deildarleik á ferlinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliđi Breiđfjörđ

Ef veđurguđirnir leyfa ţá verđur lokaumferđ Pepsi Max-deildarinnar á laugardaginn, 25. september. Víkingar heimsćkja Leikni og eru í toppsćtinu.

Víkingar eru öruggir međ Íslandsmeistaratitilinn ef ţeir vinna Breiđhyltinga sem keppa upp á stoltiđ.

Breiđablik heldur í vonina um ađ Víkingur misstígi sig en Blikar keppa á móti grönnum sínum og vinum í HK.

Aganefnd KSÍ fundađi í dag en hér má sjá hvađa leikmenn verđa í banni í lokaumferđinni:

14:00 Víkingur-Leiknir R. (Víkingsvöllur)
Víkingur verđur án lykilmannsins Kára Árnasonar sem fékk sitt fjórđa gula spjald í leiknum gegn KR. Varamarkvörđurinn Ţórđur Ingason getur heldur ekki tekiđ ţátt í leiknum en hann var dćmdur í ţriggja leikja bann.

14:00 Breiđablik-HK (Kópavogsvöllur)
Breiđablik verđur án Gísla Eyjólfssonar sem dćmdur var í bann vegna uppsafnađra áminninga. Gísli hefur fengiđ fjögur gul spjöld í deildinni í sumar.

Birnir Snćr Ingason tekur út bann hjá HK eftir rauđa spjaldiđ umtalađa gegn Stjörnunni í gćr. Ţá hefur Ívar Örn Jónsson safnađ fjórum gulum spjöldum hjá HK.

14:00 KA-FH (Greifavöllurinn)
Hörđur Ingi Gunnarsson bakvörđur FH tekur út leikbann vegna uppsafnađra áminninga.

14:00 Stjarnan-KR (Samsungvöllurinn)
Björn Berg Bryde, varnarmađur Stjörnunnar, hefur safnađ fjórum gulum spjöldum og missir ţví af lokaleiknum.

Kjartan Henry Finnbogason var dćmdur í ţriggja leikja bann. Finnur Tómas Pálmason og Kennie Chopart verđa líka í banni hjá KR, vegna uppsafnađra áminninga.

14:00 Fylkir-Valur (Würth völlurinn)
Ţórđur Gunnar Hafţórsson fékk rautt gegn ÍA og tekur út bann. Fallnir Fylkismenn verđa einnig án Ragnars Braga Sveinssonar sem fékk sjöunda gula spjaldiđ sitt í leiknum gegn Skagamönnum.

14:00 Keflavík-ÍA (HS Orku völlurinn)
Enginn leikmađur er í banni í ţessum leik.