mán 27.sep 2021
Unnu 6,6 milljónir í getraunum
Tveir íslenskir tipparar voru með 13 rétta á Enska getraunaseðlinum í gær og fær hvor tippari 6,6 milljónir króna í sinn hlut með aukavinningum.

Báðir tipparar keyptu seðil með sjö tvítryggingum og kostaði hvor seðill 1.920 krónur.

Íslenskar getraunir eru í samstarfi við sænsku og suður-afrísku getraunirnar og voru alls 62 tipparar með 13 rétta og af þeim voru 2 á Íslandi.

Vinningsupphæðin fyrir 13 rétta var ein sú hæsta í sögu Getrauna á Íslandi eða rúmar 390 milljónir króna.