mán 11.okt 2021
Byrjunarlið Íslands: Fjórar breytingar - Daníel Leó og Stefán Teitur byrja
Stefán Teitur Þórðarson spilar sinn fyrsta leik í undankeppninni.
Viðar Örn Kjartansson heldur sætinu í fremstu víglínu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari hefur opinberað byrjunarliðið sem mætir Liechtenstein klukkan 18:45.

Gerðar eru fjórar breytingar frá 1-1 leiknum gegn Armeníu. Ari Freyr og Birkir Már eru í banni og Guðlaugur Victor ákvað að draga sig úr hópnum til að einbeita sér að félagsliði sínu. Hjörtur Hermannsson fer á bekkinn.

Inn fyrir þá koma Daníel Leó Grétarsson, Guðmundur Þórarinsson, Alfons Sampsted og Stefán Teitur Þórðarson. Stefán er að spila sinn fyrsta leik í undankeppninni.

Smelltu hér til að fylgjast með textalýsingu frá leiknumVarnarmaðurinn Brynjar Ingi Bjarnason var tæpur fyrir leikinn en hann vann kapphlaupið við tímann og heldur byrjunarliðssætinu.