þri 12.okt 2021
Ein breyting á byrjunarliði U19 - Andi inn fyrir Kristófer
Andi Hoti var á láni hjá Þrótti frá Leikni í sumar.
Pálmi hefur varið tvö víti í Slóveníu.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét

Ísland mætir Litháen í lokaleik sínum í undankeppni fyrir EM. Liðið er sem stendur í 2. sæti riðilsins með þrjú stig eftir tvo leiki.

Ítalía er búið að tryggja sér sæti í milliriðla og með góðum úrslitum í dag fylgir Ísland liðinu þangað.

Ein breyting er á byrjunarliði Íslands frá því í síðasta leik, liðið var þá óbreytt frá því í fyrsta leik. Andi Hoti kemur inn í liðið fyrir Kristófer Jónsson.

Fótbolti.net ræddi við Ólaf Inga Skúlason, þjálfara liðsins, í gær og má nálgast viðtalið hér:

Ólafur Ingi: Reyndi nú að hegða mér eins og maður á að gera

Byrjunarlið U19:
Pálmi Rafn Arinbjörnsson
Jakob Franz Pálsson
Arnar Númi Gíslason
Logi Hrafn Róbertsson
Kári Daníel Alexandersson
Óli Valur Ómarsson
Kristian Nökkvi Hlynsson
Orri Steinn Óskarsson
Danijel Dejan Djuric (F)
Hákon Arnar Haraldsson
Andi Hoti