mið 13.okt 2021
Byrjunarlið Breiðabliks í Madríd: Selma Sól kemur inn
Klukkan 19:00 hefst leikur Real Madrid og Breiðabliks í Meistaradeild kvenna.

Helga Katrín Jónsdóttir textalýsir leiknum beint hér á Fótbolta.net.Real er með þrjú stig eftir sigur í Úkraínu í fyrstu umferð en Breiðablik tapaði 0-2 gegn Frakklandsmeisturum PSG í sínum fyrsta leik í riðlinum.

Ásmundur Arnasson tók við þjálfun Breiðabliks á dögunum eftir að Vilhjálmur Kári Haraldsson hætti en fyrsta verkefni hans verður leikurinn í kvöld.

Ásmundur gerir eina breytingu frá leiknum gegn PSG. Karen Sigurgeirsdóttir sest á bekkinn og Selma Sól Magnúsdóttir kemur inn í byrjunarliðið.

Byrjunarlið Breiðabliks:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
5. Hafrún Rakel Halldórsdóttir
7. Agla María Albertsdóttir
8. Heiðdís Lillýardóttir
9. Taylor Marie Ziemer
13. Ásta Eir Árnadóttir (f)
16. Tiffany Janea Mc Carty
17. Karitas Tómasdóttir
18. Kristín Dís Árnadóttir
21. Hildur Antonsdóttir
27. Selma Sól Magnúsdóttir