miđ 20.okt 2021
Sagđi flugmanninum í flugi Sala ađ fljúga ekki vélinni
Dav­id Hend­er­son mćtir í dómshúsiđ í Cardiff.
Mynd: Getty Images

Nú eru í gangi réttarhöld vegna flugslyssins sem varđ til ţess ađ fótboltamađurinn Emiliano Sala lést í janúar 2019. Flugvélin átti ađ fćra Sala frá Frakklandi til Wales ţar sem argentínski sóknarmađurinn hafđi veriđ keyptur til Cardiff City.

Sala lést ásamt Dav­id Ib­bot­son flugmanni en ţeir voru tveir í vélinni ţegar hún fórst í Ermarsundi.

Fay Keely, sem átti flugvélina, segist hafa sagt David Henderson, sem hafđi umsjón međ vélinni, ađ láta Ibbotson ekki fljúga. Hún hafđi fengiđ skilabođ frá flugmálayfirvöldum um tvö loftvarnarbrot sem hann hafđi framiđ.

Henderson, sem er 67 ára gamall, neitar sök um ađ hafa međ gáleysi sínu stofnađ flugvélinni í hćttu.

Hann er sakađur um ađ hafa skipulagt flugiđ um miđja nótt ţrátt fyrir ađ hafa vitađ ađ Ibbotson var ekki međ réttindi til ađ fljúga í myrkri og hafđi ekki reynslu af flugi í vondu veđri.

Henderson sá um ađ halda flugvélinni viđ, leigja hana út og velja flugmenn. Keely segist hafa sent Henderson tölvupóst um ađ Ibbotson ćtti ekki ađ vera ráđinn til ađ fljúga vélinni, mánuđi áđur en slysiđ varđ.

Henderson flaug Sala ekki sjálfur ţar sem hann var í fríi í París međ eiginkonu sinni og fékk ţá Ibbotson í verkiđ. Hann var hinsvegar međ útrunnin réttindi.