sun 21.nóv 2021
[email protected]
England í dag - Leeds heimsækir Tottenham
 |
Antonio Conte og hans menn í Tottenham mæta Leeds |
Englandsmeistarar Manchester City mæta Everton í tólftu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Þá mætir Tottenham liði Leeds í Lundúnum.
Man City er í þriðja sæti deildarinnar með 23 stig, en getur með sigri farið upp fyrir LIverpool. Everton er á meðan í 11. sæti með 15 stig.
Antonio Conte og hans menn í Tottenham fá Leeds í heimsókn til Lundúna. Tottenham hefur ekki tapað í fyrstu tveimur leikjunum undir stjórn Conte.
Leikir dagsins: 14:00 Man City - Everton
16:30 Tottenham - Leeds
|