sun 21.nóv 2021
Sjáðu sigurmark Dagnýjar - „Hjartsláttur liðsins"
Dagný Brynjarsdóttir.
Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir skoraði sigurmark West Ham í sigri á Tottenham í nágrannaslag í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Sigurmarkið gerði hún á 69. mínútu leiksins, en það má sjá hér neðst í fréttinni.

Dagný fær góða umsögn frá fjölmiðlamanninum Josh Bunting sem fylgdist með leiknum. „Dagný Brynjarsdóttir hefur verið framúrskarandi, hún er hjartsláttur liðsins," skrifar Bunting á Twitter.

Dagný, sem er þrítug, er á sínu öðru tímabili með enska úrvalsdeildarfélaginu. Markið í dag var hennar annað mark á tímabilinu.

Miðjumaðurinn er mikilvægur hluti af íslenska landsliðinu. Framundan er landsliðsverkefni þar sem Ísland mætir Japan í vináttulandsleik og Kýpur í undankeppni HM.