lau 27.nóv 2021
[email protected]
Dómari þurfti að stoppa leik til að færa bílinn sinn
 |
Myndin tengist fréttinni ekki beint. |
Það gerast alls konar skemmtilegir hlutir í ensku utandeildunum. Það var engin undantekning á því í dag þegar Chester og Curzon Ashton áttust við.
Liðin áttust við í FA Trophy, sem er bikarkeppni fyrir lið í utandeildunum á Englandi.
Það átti sér stað mjög skondið atvik í leik Chester og Curzon Ashton því dómari leiksins þurfti að gera hlé í fyrri hálfleiknum til að færa bílinn sinn.
Hann hefur lagt honum eitthvað vitlaust því það átti að draga bílinn. Það var tilkynnt um það í hátalarakerfinu að eigandi bílsins þyrfti að færa hann og kom það í ljós að eigandinn var sjálfur dómarinn.
Hann stoppaði því leikinn og færði bílinn. Leikurinn hófst á endanum aftur og fór Chester með sigur af hólmi, 1-0.
|