sun 05.des 2021
[email protected]
Sjáðu það helsta úr sigri ÍA á Val - Á ekki að sjást í æfingaleikjum
ÍA fékk Val í heimsókn í æfingaleik í gær. Heimamenn sigruðu leikinn með fjórum mörkum gegn tveimur.
Tímabilið hjá Valsmönnum var mikil vonbrigði en ÍA tryggði áframhaldandi veru í efstu deild með sigri í síðastu umferð.
Það var mikill hasar og mikið um að vera í leiknum í gær.
Haukur Páll Sigurðsson fyrirliði Vals fékk að líta rauða spjaldið fyrir tæklingu eftir klukkutíma leik en leikurinn var sýndur á ÍA TV en lýsirinn þar sagði réttilega að svona ætti ekki að sjást í æfingaleik.
Einum manni færri tókst Val að jafna í 2-2 en slæm mistök hjá Arnóri Smárasyni urðu til þess að Skagamenn komust aftur yfir.
Svipmyndir úr leiknum má sjá hér að neðan.
|